Newt Gingrich sigraði í forvali Repúblíkanaflokksins í Suður Karolínu sem fór fram í dag. Samkvæmt fyrstu tölum fékk Gingrich 36,5% atkvæða, Mitt Romney 33,8%, Rick Santorum 15,7% og Ron Paul 11,5%.

Niðurstaðan eru mikil vonbrigði fyrir Mitt Romney sem var talinn myndi sigra.  Romney er enn yfir í könnunum þegar litið er til allra ríkja Bandaríkjanna.  Romney er með um 30% fylgi en Gingrich 21,8% en dregið hefur saman með þeim síðustu daga.

Fróðlegt verður að sjá hvort niðurstaðan í kvöld muni hafa áhrif á fylgi frambjóðendanna.

Forval Repúblikanaflokksins 2012.
Forval Repúblikanaflokksins 2012.