Verslunin NEXT mun opna nýtt 1400 fermetra verslunarrými í nýrri viðbygginu við verðslunarmiðstöðina Kringluna þann 11.maí, segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

NEXT er breskt vörumerki og eignendur þess á Íslandi eru Sverrir Berg Steinarsson og Ragnhildur Anna Jónsdóttir. Að undanskildum Bretlandseyjum er Next verslunin á Íslandi sú stærsta og jafnframt sú söluhæsta.

Í tilkynningu frá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að milljón manns muni heimsækja verslunina á ári og að um 80 þúsund herðatré þarf til að fylla nýju verslunina.

NEXT opnaði sínar fyrstu verslanir árið 1982. Í Bretlandi eru Next verslanirnar um 400 talsins en síðastliðin ár hefur Next verið að loka minni verslunum sínum til að opna stærri, líkt og nú er gert á Íslandi.

Nú er Next í mikilli sókn á Asíumarkaði, auk þess að vera að fjölga verslunum sínum í Mið-Austurlöndum og Austur-Evrópu.