Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins funda í Búdapest í dag og munu ræða björgunarpakkann til Portúgals.

Gert er ráð fyrir því að landið muni óska eftir aðstoð sem nemur 80 milljörðum evra.

Fernando Teixeira dos Santos fjármálaráðherra Portúgal sagði í samtali við BBC að of snemmt væri að ræða tölur í þessu sambandi því fara yrði betur yfir stöðu landsins.