Neyðarbrautinni svokölluðu, flugbraut 06/24, á Reykjavíkurflugvelli, hefur verið lokað. Miklar deilur hafa verið um lokunina, en hæstiréttur úrskurðaði nýverið að fara ætti að samkomulagi Reykjavíkurborgar og ríkisins frá 2013 þess efnis.

Hyggst Isavia breyta merkingum flugbreytarinnar þannig að hún verði að hluta til nýtt sem akbraut, og hluta til sem stæði fyrir flugför með tímabundna viðkomu.

Auk þess er hafinn undirbúningur að því að fella tré í Öskuhlíð og setja upp aðflugsljós við vesturenda flugbrautar í samræmi við samkomulagið. Þetta kemur fram í frétt í Morgunblaðinu.