ÞG verktakar hafa sent inn beiðni til Samgöngustofu um að fá að reisa byggingarkrana á Hlíðarendasvæðinu, Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í morgun.

Á Hlíðarendasvæðinu á að byggja um sex hundruð íbúðir og eitt stærsta hótel landsins en gert er ráð fyrir að fyrsta skólfustungan á svæðinu verði í dag eða á morgun.

Ef að beiðnin verður samþykkt verður ekki hægt að nota norð-austur/suð-vestur flugbrautina, oft kölluð „ neyðarbrautin “. Flugi verður þó beint á aðrar brautir Reykjavíkurflugvallar í þeim tilvikum þar sem það er hægt. Í vissum veðrum þá verður ekki hægt að lenda á flugvellinum samkvæmt Guðna Sigurðsyni, upplýsingafulltrúa Isavia.

Þorvaldur Gissurarson, eigandi ÞG verktaka segir að það hafi lengi legið fyrir að það þyrfti að leggja niður flug á brautinu á meðan á framkvæmdum stæði. ÞG verktakar væru ekki að gera neitt annað en að koma inn á lóð sem er deiliskipulögð af Reykjavíkurborg og með útgefið byggingarleyfi. Þetta sé sama fyrirkomulag og þegar byggja á í Grafarholti eða í Bryggjuhverfinu segir Þorvaldur.