Peningastefnunefnd Tyrklands hefur verið kölluð saman til neyðarfundar á morgun vegna hruns lírunnar, gjaldmiðils Tyrklands, að undanförnu. Tyrkneski seðlabankinn segir að þróunin síðustu daga verði til umræðu og rætt verði hvernig grípa megi til aðgerða til að auka verðstöðugleika.

Ákveðið var, á stýrivaxtafundi sem fór fram í síðustu viku, að halda stýrivöxtum í Tyrklandi óbreyttum. Sérfræðingar segja að seðlabankinn hiki við að hækka stýrivexti af ótta við að það dragi úr hagvexti í aðdraganda að sveitastjórnarkosningu sem fara fram í mars.

Það má lesa meira um málið á vef BBC.