Fjármálaráðherrar evruríkjanna hafa nú endanlega lagt blessun sína yfir fjárhagsaðstoð við Grikki sem aftur þýðir að ekkert er því nú til fyrirstöðu að hægt sé að afgreiða 130 milljarða evra lán til þeirra úr björgunarsjóði evrulandanna.

Jean-Claude Juncker, sem fer fyrir evruríkjunum, segir að málið verði formlega afgreitt á morgun, miðvikudag. Áður höfðu Grikkir náð samkomulagi um niðurfellingar og umbreytingar á skuldum við banka og fjármálafyrirtæki og segir Juncker að það muni verða til þess að skuldir ríkissjóðs Grikklands muni lækka úr 160% af vergri landsframleiðslu í 117%.

Grikkland
Grikkland
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)