Nokkurra mánaða óvissu var eytt um framtíð efnahagsmála í Grikklandi í nótt þegar lánapakki til landsins var afgreiddur af fjármálaráðherrum evruríkjanna. Niðurstaða náðist ekki fyrr en undir morgun þar sem niðurstaða þurfti að nást í mörgum málum en fundurinn varði í um 13 klukkutíma.

Samkvæmt samningunum á skuldsetning Grikkland að vera 120,5% af þjóðarframleiðslu árið 2020 en samkvæmt Christine Lagarde, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var markmiðið 129% í upphafi fundarins.

Skuldabréfaeigendur þurfti að afskrifa bréf sín um 53,5% og lækka skuldir Grikklands um 107 milljarða evra í kjölfarið.

Launaskerðing er framundan í Grikklandi og koma lægstu laun til með að lækka um allt að 20%. Grísk stjórnvöld hafa marmið um að komast út úr núverandi efnahagsástandi með útflutningi og samkeppnishæfni í launum þannig að erlend fyrirtæki sjái sér hag í aukinni framleiðslu í Grikklandi. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.