Eva Bryndís Helgadóttir lögmaður, getur ekki gefið kost á sér til áframhaldandi stjórnarformennsku í Tryggingamiðstöðinni þar sem hún er einnig formaður slitastjórnar Byrs.

Í frétt Fréttatímans um málið kemur fram að samkvæmt nýjum ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki, sem samþykkt hafi verið  á liðnu sumri, megi stjórnarmenn fjármálafyrirtækis ekki eiga sæti í stjórn annars eftirlitsskylds aðila eða aðila sem sé í nánum tengslum við hann né vera starfsmenn eða endurskoðendur annars eftirlitsskylds aðila eða aðila í nánum tengslum við hann.

Eva Bryndís segir í samtali við Fréttatímann að lögin hafi verið sett þegar kjörtímabil stjórnarmanna hafi verið hálfnað og að deilt sé um hvort lögin séu afturvirk.  Lögmannafélagið sé á þeirri skoðun að lögin standist ekki en hún segist munu beygja sig undir þau og ekki gefa kost á mér til áframhaldandi setu í stjórn TM á aðalfundi í næstu viku.