Vísitala neysluverðs (VNV) lækkaði í Bandaríkjunum í ágúst, í fyrsta sinn í tæplega 2 ár. Það sem mestu munar um er lækkun orkuverðs.

VNV lækkaði um 0,1% milli mánaða, en hafði áður hækkað um 0,8% í júlí. Verðbólga undanfarið ár er nú 5,4% í Bandaríkjunum.

Lækkun vísitölunnar ýtti undir vangaveltur um að seðlabanki Bandaríkjanna myndi lækka stýrivexti í dag, en þess í stað ákvað bankinn að halda þeim óbreyttum í 2%.