Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að Neytendalán ehf., sem rekur smálánafyrirtækin 1909, Múla og Hraðpeninga, eigi að greiða dagsektir að fjárhæð 20.000 kr. á dag þar til félagið bætir úr upplýsingagjöf á vefsíðum sínum.

Samkvæmt Neytendastofu var upplýsingagjöf um hver standi á baki síðunni ábótavant. Samkvæmt lögum ber fyrirtækjum að veita upplýsingar um sig á vefsíðum sínum þannig að neytendur eigi auðvelt með að átta sig á því hver stendur að baki síðunni. Þetta eru upplýsingar eins og nafn, heimilisfang, kennitala og virðisaukaskattnúmer.

Þar sem þessar upplýsingar er ekki að finna með fullnægjandi hætti á vefsíðum 1909, Múla og Hraðpeninga og Neytendalán varð ekki við kröfu Neytendastofu um að bæta upplýsingagjöf sína. Neytendastofa ákvað því að leggja dagsektir á fyrirtækið.