Stjórn Neytendasamtakanna hefur boðað til félagsfundar þann 17. ágúst næstkomandi þar sem verður farið yfir stöðu mála og leitað eftir aðstoð og tillögum frá félagsmönnum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu .

Nýverið tilkynnti stjórn Neytendasamtakanna um það að ákveðið hafi verið að segja upp öllu starfsfólki samtakanna. Þá kom fram að aðgerðin sé liður í endurskipulagningu og endurfjármögnun samtakanna. Þá var vonast til þess að starfsfólkið yrði ráðið aftur áður en uppsagnarfresturinn rennur út. Talsverður titringur hefur verið innan samtakanna á síðustu vikum og mánuðum.

Í byrjun maí lýsti stjórn samtakanna vantrausti á Ólaf Arnarson - það stóð styr um bæði smáforrit og leigu á bifreið. Ólafur segir þó að ákvarðanir hans hafi ekki skaðað samtökin og að stjórn samtakanna hafi samþykkt þær ákvarðanir sem að hann síðar var gagnrýndur fyrir.