Á vef Neytendasamtakanna kemur fram að samtökin fagna fyrirhuguðum breytingum á útlánareglum Íbúðalánasjóðs en breytingarnar felast í grófum dráttum í því að í stað 18 milljón króna hámarksláns verður hægt að taka allt að 20 milljón króna lán hjá sjóðnum og í stað þess að miðað sé við brunabótamat verður hámarkslán sjóðsins miðað við 80% af kaupverði.

„Samtökin vona að þessar breytingar gangi sem fyrst í gegn, enda enginn öfundsverður af því að standa í fasteignakaupum í dag og þrátt fyrir að fasteignaverð hafi ekki enn lækkað meira en raun ber vitni hefur aðgengi að lánsfé, í það minnsta hjá bönkunum, skerst verulega á síðustu misserum,“ segir á vef samtakanna.

Þar segir jafnframt:

„Samtökin telja þetta sýna að full þörf er fyrir Íbúðalánasjóð á lánamarkaði og hefur hann nú vonandi endanlega sannað gildi sitt.“