Neytendasamtökin í samstarfi við Reykjavíkurborg halda námskeið um fjármál og heimilisbókhald fyrir almenning í öllum hverfum borgarinnar. Þetta kemur fram á vef samtakanna.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á hagræðingu í heimilishaldi, heimilisbókhald og góða yfirsýn í fjármálum. Námskeiðin eru ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram.

Á vef Neytendasamtakanna má finna upplýsingar um tíma og staðsetningu námskeiðanna.