Neytendasamtökin hvetja lántakendur, sem telja að Kaupþing hafi brotið á sér, til að senda bankanum kröfu vegna þess tjóns sem bankinn hefur valdið.

Þetta kemur fram á vef Neytendastamtakanna en samtökin sendu Kaupþingi erindi þann 1. október og óskuðu eftir svörum frá bankanum varðandi það hvernig bankinn myndi koma á móts við viðskiptavini sína sem tekið hefðu lán í erlendri mynt.

Fram kemur á vef samtakanna að bæði Neytendastofa og áfrýjunarnefnd neytendamála höfðu komist að þeirri niðurstöðu að bankinn hefði brotið gegn lögum um neytendalán en bankinn upplýsti viðskiptavini sína ekki um það með skýrum hætti hvernig vextir væru samansettir og við hvaða aðstæður þeir gætu breyst.

Sjá nánar á vef Neytendasamtakanna.