Neytendastofa hefur bannað Elísabetu tryggingum að auglýsa 30% lækkun á verði heimilistrygginga.

Þetta kemur fram á vef Neytendastofu en tryggingarfélagið Elísabet sem rekin er af Tryggingarmiðstöðinni lagði, að sögn Neytendastofu, ekki fram fullnægjandi gögn því til stuðnings að tryggingar Elísabetar væru 30% ódýrari en tryggingar allra keppinauta.

„Auk þess voru ekki lagt [sic]fram gögn því til stuðnings að heimilistryggingar væru ódýrari hjá Elísabetu,“ segir á vef Neytendastofu.

„ Þá taldi Neytendastofa fasteignatryggingarnar sem bornar voru saman ekki samanburðarhæfar þar sem tryggingar keppinautarins voru víðtækari en tryggingar Elísabetar, án þess að greint væri frá því.“

Sjá nánar á vef Neytendastofu.