Neytendastofa hefur gert Bauhaus að greiða 500.000 krónur vegna auglýsingar á tilboðsverði á fjórum vörum þegar var ekki um raunverulega lækkun að ræða.

Með bréfi Neytendastofu til Bauhaus, dags. 16. ágúst 2013, var félaginu gert grein fyrir því að stofnuninni hafi borist ábendingar vegna fyrra verðs á tilboðsvörum félagsins. Um var að ræða fjórar vörutegundir sem auglýstar höðu verið á lækkuðu verði í auglýsingabæklingum Bauhaus og fór stofnunin fram á að færð væru sönnur á að vörurnar hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði.

Í reglum Neytendastofu kemur fram að „þegar auglýst er lækkað verð á vöru eða þjónustu skal fyrra verð vera það verð sem varan var seld á áður en til lækkunar kom.Seljandi skal geta sannað að vara eða þjónusta hafi verið seld á því verði sem tilgreint er sem fyrra verð.“

Samkvæmt úrskurðinum var af hálfu Bauhaus ekki færðar sönnur á að um raunverulega verðlækkun var að ræða. Að teknu tilliti til umfangs brotsins sem og að teknu tilliti til jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga sektaði Neytendastofa Bauhaus um 500.000 krónur sem greiða skal í ríkissjóð innan þriggja mánaða.