Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið E-content um 10 milljónir króna fyrir brot gegn fyrri ákvörðunum stofnunarinnar.  E-content er rekstraraðili smálánafyrirtækjanna Kredia, Smálán, 1909, Múla og Hraðpeninga sem Neytendastofa hafði þegar tekið ákvörðun um að brytu gegn lögum um neytendalán með háttsemi sinni. Þetta kemur fram í frétt á vef Neytendastofu.

Neytendastofa taldi kaupverð bóka sem lánveitendurnir selja og neytendur þurfa að kaupa til þess að eiga kost á láni sé í raun kostnaður af láninu. Það leiðir til þess að heildarkostnaður af láni gefur árlega hlutfallstölu kostnaðar sem fer langt umfram leyfilegt hámark. Þá var í ákvörðuninni jafnframt tekið að því að hvorki væru veittar fullnægjandi upplýsingar í stöðluðu eyðublaði sem veita á fyrir samningsgerð né í lánssamningi.

Voru ákvarðanir Neytendastofu voru kærðar til áfrýjunarnefndar neytendamála sem staðfesti þær í meginatriðum.

Neytendastofa taldi fyrirtækið ekki sýna fram á að farið hafi verið að ákvörðunum stofnunarinnar. Því lagði Neytendastofa stjórnvaldssekt á fyrirtækið. Auk þessa hefur Neytendastofa kveðið á um það að félagið skuli greiða dagsektir verði háttseminni ekki breytt þannig að ákvörðununum sé fylgt.