Neytendastofa hefur fjallað um auglýsingar Símans hf., sem bera yfirskriftina „Aðgerðaáætlun Símans fyrir fólkið og fyrirtækin“, og komist að þeirri niðurstöðu að hluti auglýsinganna brjóti gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

Þetta kemur fram á vef Neytendastofu en í auglýsingunum kom m.a. fram fullyrðingin „Lægsta mínútuverðið“.

Fram kemur að Neytendastofa telur fullyrðinguna brjóta gegn lögunum þar sem ekki komi fram að upphafsgjald símtala í þjónustuleiðinni sé mun hærra en í öðrum þjónustuleiðum.

Í auglýsingunum komu einnig fram fullyrðingarnar „Núll krónur í alla heimasíma“ og „Núll krónur mínútan í alla heimasíma“.

Neytendastofa telur þær einnig brot þar sem ekki komi fram að við hvert símtal bætist upphafsgjald og greiða þurfi mánaðargjald fyrir þjónustuna.

Sjá nánar á vef Neytendastofu.