Neytendastofa hefur vakið athygli á tilkynningu frá GN Netcom um hættulegar rafhlöður sem notaðar eru í þráðlaus höfuðtól af gerðinni GN Netcom eða GN9120.

Þær rafhlöður sem um ræðir eru klæddar í hvítt plast og eru merktar „Made by ATL (Amperex Technology Ltd) og (ATL P/N 603028)".

Við sjaldgæfar aðstæður geta þessar rafhlöður ofhitnað vegna innri skammhlaupa og þannig valdið eldhættu.

Eigendum slíkra rafhlaðna er ráðlagt að taka þær úr sambandi og hætta notkun þeirra tafarlaust.

Neytendastofa bendir á að til að fá frekari upplýsingar og til að panta nýjar rafhlöður geta neytendur farið á vefsíðuna www.jabra.com/battery .

Tilkynning GN.

Þetta kemur fram á vef Neytendastofu.