Neytendur eru í fullu fjöri og gott betur ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var í morgun, segir greiningardeild Glitnis. Vísitalan er 136,2 stig og hefur hækkað um tæplega 17 stig milli mánaða. Hefur hún ekki mælst meiri hærri síðan í febrúar.

?Vísitalan hefur hækkað mjög skarpt eða um rúmlega 48 stig frá því hún stóð lægst í um 88 stigum í júlí. Á sama tíma hefur gengi krónunnar hækkað mikið og hlutabréf í kauphöllinni hafa sömuleiðis hækkað talsvert í verði. Væntingavísitalan hefur mikla fylgni við samtímaþróun neyslu. Hækkun vísitölunnar nú bendir því til þess að einkaneyslan kunni að vera að aukast að nýju eftir skammvinnan samdrátt yfir mitt árið," segir greiningardeildin.

?Gleðin ræður ríkjum hjá íslenskum neytendum og töluvert fleiri eru nú bjartsýnir en svartsýnir hvað varðar efnahags- og atvinnuástandið. Vísitalan stendur nú líkt og áður sagði í 136,2 stigum en þegar væntingavísitalan er yfir 100 stigum eru fleiri bjartsýnir en svartsýnir," segir greiningardeildin.

Þá segir greiningardeildin að mun fleiri eru bjartsýnir núna en á sama tíma í fyrra og vísitalan hefur raunar aldrei mælst hærri ef leiðrétt er fyrir árstíðarsveiflu. ?Rekja má hækkun vísitölunnar í október að mestu til þess að mat manna á efnahagslífinu eykst verulega sem og væntingar neytenda til ástandsins eftir næstu sex mánuði," segir greiningardeildin.

Hún segir að um 44% neytenda telja efnahagsástandið gott en aðeins 16,4% telja það slæmt og um 56% neytenda telja atvinnumöguleika mikla en aðeins 12,5% telja þá litla.

?Þegar horft er sex mánuði fram í tímann telja 32% að efnahagsástandið verði þá betra, en 17% telja að það verði verra. Neytendur virðast þó ekki reikna með miklum breytingum á vinnumarkaði en um 13% telja að atvinnumöguleikar sínir verði meiri eftir sex mánuði en 15% telja hins vegar að þeir verði minni.
Þá telja 24% neytenda að heildartekjur sínar verði hærri eftir sex mánuði en tæplega 9% telja að heildartekjur sínar verði lægri," segir greiningardeildin.