Tæknifyrirtækið Sony skipar fyrsta sætið yfir þau vörumerki sem breskum neytendum þykja nýjungagjörn, samkvæmt könnun Marketing.

Á eftir koma tæknifyrirtækin Apple og Microsoft. Á hinn bóginn þykja vörumerkin Barclays, HSBC og British Airways leiðinleg og litlaus.

Í frétt Brand Republic um könnunina segir að 74% neytenda virði vörumerki sem eru í sífelldri framþróun. Auk þess sögðust 85% aðspurðra vilja vörur sem gerðu líf þeirra auðveldara.

Engu að síður eru 60% á móti því að skapa eitthvað nýtt, til þess eins að hafa eitthvað nýtt fram að færa.

Tuttugu nýjungagjörnustu vörumerkin:

1.  Sony

2.  Apple

3.  Microsoft

4.  Virgin

5.  Nokia

6.  Dyson

7.  Nintendo

8.  Tesco

9.  Sky

10. Panasonic

11. Honda

12. Samsung

13. Google

14. Philips

15. Dell

16. Toyota

17. eBay

18. Amazon

19. BT

20. Toshiba