Æ fleiri viðskiptavinir Marel kjósa að kaupa matvinnsluvélar frá fyrirtækinu sem gerir bæði þeim og viðskiptavinum þeirra kleift að rekja uppruna laxfiska.

Fram kom í kynningarefni á uppgjörsfundi Marel í morgun að eftirspurn sé mikil eftir vélum og tækjum fyrirtækisins. Eftirspurnin eftir tækjum er mikil í Mið-Ameríku og í Asíu vegna vinnslu á eldisfiskinum Tilapia. Þá hefur eftirspurn eftir matvinnsluvélum sömuleiðis aukist í öðrum heimshlutum.

Marel hagnaðist um 35,5 milljónir evra í fyrra. Það jafngildir tæpum 5,6 milljörðum króna. Fjórði ársfjórðungur fyrirtækisins hefur aldrei verið betri. Hann nam 15 milljónum evra sem var tæp þreföldun á milli ára.

Stjórn Marel hefur lagt til fyrir aðalfund félagsins í lok mánaðar að greiða hluthöfum fimmtung hagnaðar síðasta árs út í arð. Því samkvæmt fá hluthafar 1,1 milljarð króna.

Fjallað er ítarlega um uppgjör Marel í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.