Áætlaðir virkjunarkostir á svæði HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur á Reykjanesi og Hengilssvæðinu eru samtals um 1.400 megavött.

Þar af er búið að virkja um 515 megavött að því er fram kemur í úttekt í í Viðskiptablaðinu í dag.

Þegar búið er að draga frá þá orku sem þegar er frátekin í önnur verkefni stendur eftir tæplega 791 megavatt, en fullbúið álver í Helguvík er talið þurfa 625 megavött.

Töluverð óvissa er þó um talsverðan hluta mögulegra jarðhitavirkjana, þannig að hugsanlega þyrfti Landsvirkjun tímabundið að hlaupa undir bagga með hluta orkuöflunar fyrir álverið.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .