Stærsti banki Ítalíu UniCredit hefur verið í vanda staddur upp á síðkastið. UniCredit, raunar eins og margir aðrir ítalskir bankar, hafa gefið út stórt safn af slæmum lánum og verður nú að safna um 13 milljörðum evra og segja upp 14 þúsund manns til þess að reyna að koma fjárhagnum í lag.UniCredit neyðist jafnframt til þess að loka um helming af útibúum sínum.

Bankinn kemur einnig til með að reyna að losa sig við 18 milljarðir af skuldum sem hann hefur gefið út til þess að auka hagnað. Elsti banki, Monte dei Paschi di Siena , berst einnig í bökkum og auðvelt er að segja að erfiðir tímar séu framundan hjá ítölsku bönkunum.