Niðurstöðu í dómsmálum þrotabús Milestone gegn Karli Wernerssyni, fyrrum eiganda félagsins, og fleirum er ekki að vænta fyrr en næsta haust, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Í haust fékk þrotabú Milestone heimild til að kalla til dómskvadda matsmenn til að leggja mat á það hvenær félagið var ógjaldfært.

Þrotabúið hefur höfðað mál gegn Karli til staðfestingar á riftunum greiðslna og ráðstafana sem gerðar voru áður en félagið fór í þrot.

Ekki er búist við því að niðurstaða matsins liggi fyrir fyrr en í vor og vegna þess hve málið er flókið er ólíklegt að aðalmeðferð hefjist fyrir dómshlé næsta sumar.