Framtakssjóður Íslands (FSÍ) ræðir enn við einn aðila um kaup á Húsasmiðjunni. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins þykir ágætis gangur í samningaviðræðunum og líklegt að niðurstaða liggi fyrir um áramótin. Eins og Viðskiptablaðið greindi frá er rætt við danska byggingar- og timburvöruverslunarkeðjuna Bygma, en FSÍ hefur ekki viljað staðfesta það. FSÍ eignaðist Húsasmiðjuna þegar hann keypti eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum fyrir rúmu ári.

Nánar um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.