Skakkiturninn, umboðsaðili Apple á Íslandi, fór fram á það í málaferlum sínum við ríkið að sérfræðingur um tollaflokkun verði kallaður til svo hann geti skorið úr um hvort iPod Touch sé lófatölva eða afspilunartæki. Flutningur í málinu fór fram í lok september vegna frávísunarkröfu ríkisins.

VB Sjónvarp ræddi við Pál Rúnar M. Kristjánsson, lögmann hjá Málflutningsstofu Reykjavíku, sem segir slík mál oft koma upp þar sem vörur eru ranglega tollflokkaður.