Búast má við niðurstöðu um eða eftir helgina frá úrskurðarnefnd sem skipuð var til að skera úr um ágreining ríkisins og Landsbankans vegna yfirtöku Landsbankans á innlánum SpKef, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Ragnar H. Hall lögmaður, sem fer fyrir nefndinni, vildi þó ekki staðfesta þessar upplýsingar þegar Viðskiptablaðið bar þær undir hann.

Deilt er um virði eignasafns SpKef en það veltur á því mati hversu mikið ríkissjóður þarf að greiða Landsbankanum vegna yfirtöku hans á eignum og skyldum SpKef. Landsbankinn taldi að eigið fé sjóðsins hafi á tíma yfirtökunnar verið neikvætt um 30 milljarða en ekki 11,2 milljarða eins og Fjármálaráðuneytið taldi. Það munar því rúmlega 18 milljörðum á mati aðilanna tveggja.