Vinnuhópur Sameinuðu þjóðanna hefur komist að niðurstöðu í máli Julan Assange, forsprakka Wikileaks, og segja að honum hafi verið haldið ólögmætt innan sendiráðs Ekvadors í London. BBC greinir frá.

Assange hafði áður sagt að ef hann myndi tapa málinu þá myndi hann gefa sig fram við lögregluna í Bretlandi. Assange hefur haldið sig innan sendiráðsins síðan árið 2012 en hann er eftirlýstur í Svíþjóð vegna kynferðis sem hann er grunaður um. Assange hefur haldið því fram að ef hann verði framseldur til Svíþjóðar eigi hann á hættu á að verða framseldur til Bandaríkjanna. Ef hann verður framseldur til Bandaríkjanna á hann á hættu að vera settur í ævilangt fangelsi eða vera dæmdur til dauða fyrir að birta leyniskjöl Bandarískra stjórnvalda.

Assange kvartaði til vinnuhóps Sameinuðu þjóðanna um óréttmæta refsivist árið 2014.