,,Við munum vega og meta niðurstöðu dómsins en þetta er mjög jákvætt.” þetta segir sérstakur saksóknari í samtali við vb.is um niðurstöðu Héraðsdóms í Vafningsmálinu svokallaða.

Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason voru í dag dæmdir í níu mánaða fangelsi þar af sex mánuði skilorðsbundið.

Málið snérist um að tvímenningarnir hafi í störfum sínum, misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í stórfellda hættu með lánveitingu bankans til Milestone í formi peningamarkaðsláns að fjárhæð 102 milljónir evra. Það samsvaraði tíu milljörðum króna á sölugengi evru á útborgunardegi, án trygginga eða ábyrgða og andstætt almennum reglum Glitnis banka hf. um lánveitingar og markaðsáhættu um hámark heildarlánveitinga til einstaks aðila og aðila honum tengdum.