Helstu hlutabréfavísitölur tóku dýfu við upphaf viðskiptadagsins í Bandaríkjunum.

CNN-fréttastofan bandaríska segir ástæðuna fyrir gengislækkuninni þá að fjárfestar hafi áhyggjur af því hvað taki við eftir að bandaríski seðlabankinn hætti að örva hagkerfið með peningaprentun. Ákvörðun seðlabankans kemur fram í minnispunktum frá síðasta fundi bankastjórnarinnar.

Þá ýttu fremur dræmar væntingar fjárfesta við ríkisbréfaútgáfu á Spáni undir lækkunina á hlutabréfamarkaði, að sögn CNN.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur nú lækkað um 1,27%, Nasdaq-vísitalan lækkað um 1,71% og S&P 500-vísitalan lækkað um 1,24'%.