*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Erlent 10. júní 2019 17:02

Nike frumsýnir gínur í yfirstærð

Sportvöruframleiðandinn hellir sér í slaginn um yfir 20 milljarða dala markað íþróttafólks af stærri gerðum.

Ritstjórn
Gínur í fataverslunum hafa löngum verið í mun nettari hlutföllum heldur en flestir vestrænir einstaklingar eru sjálfir í, og hefur það verið gagnrýnt af baráttufólki fyrir líkamsvirðingu. Nú hefur Nike svarað kallinu í verslun sinni í Oxford stræti.
Haraldur Guðjónsson

Bandaríski sportvöruframleiðandinn Nike ákvað fyrir nokkru víkka út vörulínu sína, í orðsins fyllstu merkingu, með því að bæta við stærri stærðum. Er ætlunin fyrirtækisins að ýta undir líkamsvirðingu og sýna fram á að íþróttamenn geti verið af öllum stærðum og gerðum, en talið er að um sé að ræða markað að andvirði um 20 milljarða Bandaríkjadala.

Það er sem nemur um 2.479 milljörðum íslenskra króna, eða 2,5 billjónum króna eins og það er kallað á íslensku. Hlutabréf í Nike hafa hækkað um 12% á árinu. Hefur félagið nú ákveðið í því skyni að ná til þessa markaðar því sett upp sínar fyrstu gínur í stærri stærðum en hefðbundið hefur verið í verslun sinni í Oxford stræti, og klætt hana í nýju vörulínuna.

"Til að lyfta upp þeirri breidd sem er meðal íþróttafólks, þá mun sýningarsvæðið sýna fjölda einstaklinga í yfirstærðum,[...], í fyrsta sinn í borgarverslun," segir í yfirlýsingu Nike.

Nike byrjaði fyrir tveimur árum fyrst að kynna íþróttaföt í stærðum frá XL alveg upp í 3X, en samkvæmt frétt Marketwatch um málið svaraði fyrirtækið ekki hvort búið væri að setja upp karlkynsgínu líka en gínan sem um ræðir er af kvenmanni.

Samkvæmt stöðlum tískuheimsins eru yfir 67% bandarískra kvenna í svokölluðum yfirstærðum, það er stærð 14 eða yfir, svo Nike er ekki eina félagið til að reyna að ná til þessa markaðar.

Einnig hafa Target, Forever 21, Amerkan Eagle, undirfatalínan Aerie og Reformation kynnt fatalínur í stærri stærðum til sögunnar á árinu. Target fór til að mynda í samstarf við Victoria Beckham með sína línu, og heldur áfram með nýja línu af sundfötum, undir merkjum þess að ýta undir jákvæða líkamsvirðingu.

Félagið Reformation baðst jafnvel afsökunar á hve lengi það tók að koma með stærri fatalínur þegar það kom með sína línu fram. Á síðasta ári keypti Walmart tískuvörumerkið Eloquii sem markaðssett hefur sig fyrir stærri einstaklinga. Nike er þó ekki fyrsta íþróttavörukeðjan sem sýnir stærri gínur, heldur hafa bæði Old Navy og Nordstrom gert það áður.

Stikkorð: Nike íþróttavörur gínur
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is