Hlutabréfaverð Nike hækkaði um 6,2% í kjöfar birtingar árshlutauppgjör íþróttafatarisans á föstudag. Í uppgjöri kemur fram að eftirspurn eftir vörum fyrirtækisins hafi aukist í Norður-Ameríku en sé annars stöðug um allan heim.

Vörupantanir hafa aukist um 14% í Bandaríkjunum en um 6% á heimsvísu. Á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC er haft eftir Mark Parker, framkvæmdastjóra, að að hin aukna eftirspurn heimavið sé ánægjuleg. „Okkur tókst að vekja athygli á vörunum okkar hér í Bandaríkjunum,“ segir Parker og bætir við að mörgum hafi komið á óvart hve vel markaðssetning gekk á þessum stóra markaði. „Ég sé mikla vaxtarmöguleika í Norður-Ameríku,“ segir Parker.