Nikkei-hlutabréfavísitalan í Japan hækkaði um 1,58% við lokun markaðar í Tókíó í morgun. Vísitalan fór reyndar mun hærra yfir viðskiptadaginn, hækkaði um 4,7% þegar mest var og fór yfir 13.200 stig. Þegar þeim hæðum náði hafði vísitalan ekki verið hærri í tæp fimm ár eða síðan í ágúst árið 2008. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir hækkunina skýrast af afar jákvæðum fjárfesta í efnahagsaðgerðir japanska seðlabankans sem tilkynnt var um í gær. Vonast er til þess að aðgerðirnar blási lífi í japanskt efnahagslíf.

Ýmsir ráðamenn hafa sömuleiðis fagnað aðgerðum bankans, sem m.a. felast í kaupum japanska seðlabankans á stærri flokki eigna sem fjármálafyrirtæki geta lagt inn í bankann gegn greiðslu. BBC segir m.a. Jim Young Kim, forstjóra Alþjóðabankans, lofa aðgerðirnar enda telji hann þær geta haft jákvæð áhrif á heimshagkerfið.