Nikkei hlutabréfavísitalan í Japan lækkaði í dag um 6,35% og er núna 12.445,38. Þessi lækkun gerir það að verkum að talað er um „bear market“ sem þýðir að lækkun á markaði er meiri en 20% frá síðasta toppi. Vísitalan hefur lækkað um 22% síðan í maí en þá náði hún hápunkti síðustu 5 ára. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Lækkunin skýrist af sölu hlutabréfa vegna styrkingu jensins og lækkun á virði útflutnings. Einnig mun vega þungt ákvörðun Seðlabanka Japans að hætta stuðningsaðgerðum.