Miklar hækkanir urðu á gengi hlutabréfa i Asíu í nótt vegna frétta um að flestir bankar vestur í Bandaríkjunum hafi staðist álagspróf sem og vegna þess að bandaríski seðlabankinn hefur fært upp horfur fyrir bandarískt efnahagslíf. Nikkei-vísitalan í Tókíó tók stökk og hækkaði um 1,53% og fór yfir 10 þúsund stig og hefur hún ekki verið hærri í sjö mánuði.

ASX í Ástralíu hækkaði um 0,9%. Hang Seng í Hong Kong lækkaðu um 0,14% og og Sjanghæ hafði  fallið um nær 2,6% þegar stutt var í lokun þar. Reiknað er með að gengi hlutabréfa í Evrópu, sem tók stökk í gær, muni hækka enn frekar í dag.