Hlutabréfavísitölur á erlendum mörkuðum hafa verið á mikilli uppleið upp á síðkastið. Nikkei-vísitalan í Japan er ein þeirra. Hún hækkaði um 1,8% í nótt og endaði í 15.727,12 stigum. Hún hefur ekki náð þessum hæðum í tæp sex ár eða síðan í desember árið 2007. Gengishækkanir hlutabréfa á mörkuðum í Bandaríkjunum í gær og dagana á undan smituðu út frá sér til vesturheims, að sögn breska ríkisútvarpsins ( BBC ).

BBC segir efnahagsaðgerðir stjórnvalda í Japan hafa aukið bjartsýni manna á efnahagslífið þar í landi. Þá hafi gengi japanska jensins veikst gagnvart helstu viðskiptamyndum og það ýtt undir útflutnings. Þessi þróun kemur hvað skýrast fram í Nikkei-vísitölunni sem hafi hækkað um tæp 50% frá áramótum.