Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu almennt í nótt. Svipuð varkárni og í gær virðist vera upp á teningnum hjá fjárfestum og í gær, en hún stafar af fundi bandaríska Seðlabankans í dag.

Janet Yellen Seðlabankastjóri mun halda fund í dag í Jackson Hole, þar sem að hún kynna stefnumótun bankans.

Nikkei vísitalan lækkar

Hin japanska Nikkei 225 vísitala lækkar um 1,18% og endar í 16,360.71 stigum, sem telst til tíðinda. Talið er að það tengist ræðu Yellen. Þetta er lægsta staða vísitölunnar frá 5 ágúst. Búist er við slæmum fréttum frá bandaríska Seðlabankanum í Japan.

Hin kínverska Shanghaí vísitala hækkar lítillega, eða um 0,06% og endar því í 3,070.31 stigum. Hang Seng vísitalan hækkar vísitalan hækkar einnig um 0,36% og stendur í 22,909.54 stigum.

Helstu vísitölur þróuðust þannig í Asíu:

  • Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 1,18%
  • Kospi vísitalan í S-Kóreu lækkar um 0,27%
  • Taiwan Weighted vísitalan hækkar um 0,41%
  • Hang vísitalan í Hong Kong hækkar um 0,41%
  • Dow Jones vísitalan í Kína hækkar um 0,15%
  • S&P/ASX í Ástralíu 200 lækkar um 0,48%
  • Dow Jones í Nýja Sjálandi lækkar um 0,49%