Nikkei-hlutabréfavísitalan í Japan hækkaði um 2,39% í nótt og fór hún yfir 10.000 stiga múrinn. Vísitalan hefur ekki náð slíkum hæðum síðan í apríl. Samkvæmt umfjöllun Reuters-fréttastofunnar þrýsti gengishækkun hlutabréfa útflutningsfyrirtækja og fjármálafyrirtækja vísitölunni upp. Væntingar eru um að japanski seðlabankinn muni á næstunni slaka á peningalegu aðhaldi.

Nikkei-vísitalan hafði staðið yfir 10.000 frá byrjun níunda áratugi síðustu aldar þegar hún féll undir hana um mitt ár 2002 og lá þar í um ár. Það gerðist svo aftur í september árið 2008. Hún hefur rofið 10.000 stiga múrinn sárasjaldan síðan þá.

Vísitalan fór hæst í rétt rúm 38.900 stig í desember árið 1989. Um svipað leyti skall fjármálakreppa á í landinu og féll hún næsta viðstöðulítið næstu þrjú árin. Botninum í fjármálakreppunni náði um mitt ár 1992 þegar vísitalan endaði í tæpum 16.000 stigum.