Ninja Ýr Gísladóttir hefur við ráðin forstöðumaður fjármála Háskólans í Reykjavík og hefur hafið störf. Hún hefur starfað sem sérfræðingur á fjármálasviði Arion banka undanfarin 15 ár og m.a. haldið utan um viðskiptaáætlun bankans, arðsemisgreiningar, innleiðingu á beyond budgeting ásamt margs konar greininga- og umbótavinnu. Ninja mun heyra framkvæmdastjóra rekstrar Háskólans í Reykjavík..

Ninja er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og lauk meistaranámi í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands árið 2013.

Háskólinn í Reykjavík hefur einnig nýlega tilkynnt um að dr. Ragnhildur Helgadóttir, sviðsforseta samfélagssviðs og prófessor við lagadeild, hafi verið skipuð rektor háskólans en hún tók við stöðunni af dr. Ara Kristni Jónssyni. Þá hefur Helgi Héðinsson tekið við sem forstöðumaður Opna háskólans í HR.

Fréttin hefur verið uppfærð.