*

föstudagur, 10. júlí 2020
Erlent 31. maí 2018 19:11

Nintendo gefur út þrjá nýja Pokémon leiki

Hlutabréfaverð Nintendo hefur rokið upp eftir þessar fréttir.

Ritstjórn
Nintendo Switch leikjatölvan hefur slegið í gegn.
epa

Tölvuleikjaframleiðandinn Nintendo hefur greint frá því að þrír nýir Pokémon leikir, sem ætlaðir eru fyrir Switch leikjatölvurnar, séu á leið á markað.

Nú þegar er búið að gefa út einn af þessum leikjum og er hægt að nálgast hann ókeypis. Hinir tveir leikirnir munu vera gefnir út í nóvember á þessu ári. Talið er að þetta útspil Nintendo muni tryggja yfirburði fyrirtækisins í tölvuleikjasölu næstu jóla. 
Japanski tölvuleikagreinandinn Serkan Toto, telur að milljónir Pokémon aðdáenda muni kaupa sér Switch leikjatölvuna, eingöngu til þess að hafa möguleika á því að spila leikina.

Fjárfestar virðast vera sammála þessu, en hlutabréf Nintendo hækkuðu um rúm 4% í kjölfar þessara frétta.

Hlutabréfaverð Nintendo hefur rúmlega tvöfaldast eftir að fyrirtækið gaf Switch leikjatölvuna út fyrir rétt rúmu ári síðan.

Stikkorð: Nintendo Pokémon Switch