Þeir sem hafa sótt Lundúnir heim nýlega hafa tekið eftir því að hinn frægi leigubíll borgarinnar er ekki lengur einráður á götunum. Bíllinn kallast Hackney Carriages á frummálinu.

Það eru um 22.500 leigubílar í höfuðborginni. Af þeim eru 20.495 hinir hefðbundnu Lundúnarleigubílar sem eru frægir fyrir sína stífu fjöðrun. Mismunurinn, um 2.000 bílar eru af gerðinni Mercedes Benz Vito.

Nissan hefur á undanförnum árum tekið þátt í keppninni um leigubíla í New York, Barcelona og Tokíó. Um tíma var talið líklegt að leigubílar í New York yrðu eingöngu frá Nissan, en svo fór ekki og var það mikið áfall fyrir japanska bílaframleiðandann.

Í gær kynnti Nissan sérstaka útgáfu fyrir Lundúnir. Bíllinn líkist Lundúnaleigubílnum frá Coventry talsvert, sérstaklega grillið og hringlaga framljósin. Nissan mun frumsýna rafmagnsútgáfu af bílnum á næsta ári.

© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)