*

miðvikudagur, 19. febrúar 2020
Erlent 7. september 2016 19:45

Nintendo hækkar á ný

Super Mario er væntanlegur á iPhone snjallsíma. Hlutabréf í Nintendo hafa hækkað í kjölfarið.

Ritstjórn
Super Mario

Gengi bréfa í Nintendo hækkaði kröftulega í sumar, eftir öra útbreiðslu Pokemon Go tölvuleiksins. Bréfin sveifluðust engu að síður hratt til baka og töpuðu margir á fölskum vonum um frekari hækkanir. Bréfin hafa þó hækkað talsvert í viðskiptum dagins, eftir tilkynningu um innreið Super Mario á iPhone snjallsímum.

Tilkynnt var að tölvuleikurinn væri væntanlegur á árlegri iPhone kynningu Apple. Grunnútgáfa af Super Mario Run verður ókeypis, en notendur munu þurfa að greiða fyrir leikinn, ef þeir vilja spila allan leikinn.

Fjárfestar og aðdáendur hafa sett mikla pressu á Nintendo og hafa óskað eftir því að fá leikina á snjallsímana. Fyrirtækið hefur þó ekki viljað færa sig yfir á snjallsímana og er í raun að stíga fyrstu skrefin um þessar mundir.

Fyrirtækið mun að öllum líkindum halda áfram að koma þekktum Nitendo tölvuleikjum á snjallsímaform. En óvíst er hvort að fyrirtækið muni ná að skila áhugaverðum hagnaði af þessum ævintýrum.

Stikkorð: Super Mario Nitendo IPhone