Skiptum lauk á þrotabúi vélsmiðjunnar Trausta hf. þann 9. desember síðastliðinn. Það sem gerir skiptin sérstök er að félagið var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir rúmum nítján árum, eða í nóvember 1993.

Lára Hansdóttir lögmaður var skiptastjóri í þrotabúinu frá þeim tíma og fram í janúar 2002, þegar Kristján Ólafsson tók við því. Lýstar kröfur í búið námu 44,4 milljónum króna og þar af námu veðkröfur 32,4 milljónum.

Í tilkynningu til Lögbirtingablaðsins kemur fram að eignir búsins hafi dugað fyrir greiðslu veðkrafna og skiptakostnaðar, en ekkert hafi fengist upp í aðrar kröfur.