400 liðsmenn aðildarþjóða NATO verða störf á öryggissvæðinu í Keflavík í næstu viku þegar varnaræfingin Norður-Víkingur hefst þar.

Auk þess sem til landsins koma 15 orrustuþotur (4 bandarískar, 5 norskar og 6 kanadískar), 2 ratsjárvélar, 3 eldsneytisáfyllingarvélar og 2 P-3 kafbátaleitarvélar.

Danskt varðskip mun taka þátt í varnaræfingunni, og stunda æfingar með Landhelgisgæslunni.

Liðsflutningar og loftvarnir æfðar

Æfðir verða liðsflutningar til og frá landinu auk loftvarna við Ísland og fara æfingar fram yfir hafsvæðinu umhverfis landið.

Æfingin í ár er sambærileg við æfinguna í fyrra hvað varðar loftvarnarþáttinn, en nokkuð aukin að umfangi vegna beinnar þátttöku flugsveita frá Noregi og Kanada.

Æfingin er undir stjórn Varnarmálastofnunar Íslands og Evrópuherstjórnar Bandaríkjanna. Æfing undir þessu heiti var haldin reglulega hér á landi meðan bandaríski herinn hafði hér búfestu, að því er fram kemur í upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.

Síðustu æfingarnar voru árin 2001 og 2003, en fyrsta Norður-Víkings æfingin samkvæmt breyttu fyrirkomulagi var haldin á síðasta ári.