Alls 19 íslensk skip náðu því marki að fiska fyrir meira en tvo milljarða króna hvert á nýliðnu ári. Eitt skipanna  komst yfir fjóra milljarða og fjögur yfir þrjá milljarða.

Til samanburðar má nefna að árið 2010 fiskuðu ,,aðeins“ sjö skip fyrir meira en tvo milljarða króna.
Þetta kemur fram í samantekt Fiskifrétta sem birtist í blaðinu í dag og byggð er á upplýsingum sem blaðið aflaði sér frá útgerðum skipanna.

Nánar má lesa um málið á vef Fiskifrétta .