*

fimmtudagur, 1. október 2020
Innlent 12. ágúst 2020 09:09

Nítján vilja verða aðallögfræðingur

Í hópi umsækjenda eru fyrrverandi þingmaður, aðstoðarmaður dómara og aðstoðarsaksóknari.

Jóhann Óli Eiðsson
Haraldur Guðjónsson

Alls bárust nítján umsóknir um starf aðallögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH). Í hópi umsækjenda er einn fyrrverandi þingmaður. 

Starf aðallögfræðings var auglýst laust til umsóknar í síðasta mánuði. Sá umsækjandi sem hreppir starfið mun sitja í yfirstjórn LRH, hafa umsjón með svörun erinda frá nefnd um eftirliti með lögreglu, héraðssaksóknara, umboðsmanni Alþingis, ríkislögmanni og öðrum opinberum aðilum. Þá verður viðkomandi lögreglustjóra til ráðgjafar um hvers kyns lögfræðileg málefni er embættið varða. 

Meðal umsækjenda er Höskuldur Þór Þórhallsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, og Rebekka Bjarnadóttir lögfræðingur hjá Arion banka. Þá er þar einnig að finna Hákon Þorsteinsson, aðstoðarmann dómara, en hann hefur reglulega sóst eftir skipun sem héraðsdómari og Arnfríði Gígju Arngrímsdóttur aðstoðarsaksóknara.

Lista umsækjenda má sjá hér að neðan:

 • Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir Aðstoðarsaksóknari
 • Árdís Rut Hlífar Einarsdóttir  Lögfræðingur
 • Berglind Helga Jóhannsdóttir    Persónuverndarfulltrúi 
 • Halla Björg Evans              Lögfræðingur
 • Hákon Þorsteinsson              Aðstoðarmaður dómara
 • Hinrika Sandra Ingimundardóttir Staðgengill skrifstofustjóra
 • Höskuldur Þór Þórhallsson      Lögmaður
 • Ingibjörg Lárusdóttir          Lögfræðingur
 • Kolbrún Jóna Pétursdóttir      Lögfræðingur
 • Kristín Einarsdóttir            Sérfræðingur
 • Laufey Kristjánsdóttir          Lögfræðingur
 • Margrét Kristín Pálsdóttir      Lögfræðingur
 • Ottó Björgvin Óskarsson        lögfræðingur
 • Ragnheiður Kr Finnbogadóttir    Lánafulltrúi
 • Rebekka Bjarnadóttir            Lögfræðingur
 • Sigurður Pétur Ólafsson        Aðstoðarsaksóknari
 • Skúli Hakim Thoroddsen Mechiat Löglærður fulltrúi
 • Valgeir Már Levy                Fulltrúi
 • Þóra Kristín Sigurðardóttir    Einkaþjálfari