Samkvæmt nýrri skýrslu frá ráðgjafafyrirtækinu McKinsay verða níu af tíu stærstu borgarhagkerfum heimsins árið 2025 í Kína. Þetta kemur fram í nýjasta hefti tímaritsins Time. Skýrslan ber heitið kortlagning efnahagsstyrks borga heimsins (Urban World: Mapping the Economic Power of Cities).

Aðeins New York verður enn á meðal þeirra tíu sem eru nú á meðal tíu efstu. McKinsay gerir raunar ráð fyrir að New York verði í efsta sæti, líkt og nú. Af 25 stærstu borgunum verða auk New York aðeins London, Los Angeles og Tokyo úr hinum vestræna heimi.

Gert er ráð fyrir að Peking, Shanghai, Chongqing, Shenzhen og Guangzhou verði stærstu viðskiptaborgir heims, fyrir utan New York. Samkvæmt skýrslu McKinsay er gert ráð fyrir að rótgróin alþjóðleg fjármálamiðstöð í Hong Kong muni vaxa hratt samhliða örum vexti í Kína. Gert er ráð fyrir að mesti vöxturinn verði í Shanghai.