Níu risabankar með starfsemi í Bandaríkjunum hafa sent frá sér skilgreiningu á því hvað þeir telji lífvænlegustu starfsemi þeirra ásamt drögum að því hvernig ríkisstjórnin getur brotið þá upp og eignir þeirra fari þeir á hliðina.

Krafa var gerð um að bankarnir skilgreindu starfsemi sína með þessum hætti en gjörningurinn hefur veriði nefndur erfðaskrá bankanna. Vonast er til þess að með erfðaskránni verði komið í veg fyrir að skattfé verði notað til að styðja við bakið á bönkum og fjármálafyrirtækjum sem talin eru of mikilvæg til þess að fara á hliðina eða er hætt við að geti dregið fleiri niður með sér.

Bankarnir sem tóku erfðaskrá sína saman eru Bank of America, Barclays, Citigroup, Credit Suisse, Deutsche Ban, Goldman Sachs, JP Morgan Chase, Morgan Stanley og UBS.